Fóstur Fáfnisbana í gini Evrasíuþursa
Þrátt fyrir þjóðarstuðning gátu Íspinnarnir og sælgætisgrísirnir okkar ekki blauta kúadellu í þessu móti.
Ástæðan var sú að þeir voru of einbeittir í sælgætisátinu en höfðu minni áhuga á að hreyfa sig. Í hvurju einasta blaðaviðtali buðu þeir blaðamönnum upp á sælgæti.
Patrekur var farinn að reima skó sína með lakkrísreimum, sumir voru svo klístraðir á fingrum af karmellu smjatti að þeir þurftu ekki að nota harpix.
Leikurinn gegn Ungverjum sem áttu fyrirfram að vera veikluleg ungmenni nýkomin undan járnhæl kommúnista en reyndust kraftmiklir kapítalistar með brilljantín í hári.
Í gær áttum við svo að rúlla yfir Tékka og töldu sumir það vart taka því að mæta í höllina til að keppa. En Tékkar þessir reyndust ekki úr brothættum kristal lík og yfirlýsingarglannar vildu meina. Staðreyndin jafntefli.
En þeir sem tapa og þjást hvað mest þessa dagana eru veslings börnin.
Hvað verður nú um handbolta átak HSÍ? Hvað verður um allan Kjörísinn sem var búið að framleiða?
Hvað verður um ferðaskrifstofurnar sem ætluðu að standa fyrir hópferð til Tékklands?
Nú þurrka börnin í Breiðholti tárin úr augunum með landsliðshandklæði sínu.
Er ekki Eiður Smári nú meira átrúnaðargoð en Ólafur Stef sem virtist hræddur á að líta allt mótið?
Það er Oddur Eyjólfsson sem skrifar frá Slóveníu í Tékklandi.