Monday, February 06, 2006

-Ríðum heim til Óla-

Þá er kjeppni í hrindingum,troðningi og hálstökum lokið hjer í Suisse.
Það voru á endanum Norðmenn sem tóku af okkur sjálfstæðið með góðri rasskellingu.
Og líkt og sól kemur upp að morgni og sest að kveldi,enda bláu nautin í 7.sæti og
þjálfarinn er hættur. Flugdólgurinn hafði greinilega vit á að segja starfinu lausu
áður en farið var í keppnina svo ekki væri hægt að reka hann líkt og litla tittinn
sem var með liðið áður.
Hinn slasaði Vilhjálmur Halldórsson er með brostið hjarta og tognaður á sjálfstraustinu eftir 13 tíma bíltúr upp í Alpana til þess eins að vera sendur heim aftur.
Síestu Ólafur hættir líklega út af slöku gengi bústofnsins og kemur ekki aftur fyrr en í næsta stórmót.
Nú batnar líklega fljótlega heilsan hjá Rollo og Garcia og þeir fara að tuddast í evrópuboltanum sem aldrei fyrr.
Beggi Begg fer aftur í bæjarvinnuna í Hafnarfjörð að skipa örlaga fyllibyttum fyrir í skurði við Linnetstíginn.
Verst er þó að nú munu nokkur tonn af frostpinnunum strákarnir okkar leka niður líkt og landsliðið gerði í þessari keppni.
Og HSí þarf að halda hlutaveltu til að hægt sé að opna símann á skrifstofunni svo hægt sé að hringja í flugdólginn Viggó og grátbiðja hann um að halda áfram.
En nú þyrfti aldeilis að taka til hjá handknattleiksforystunni því þar er allt í drasli.
Jeg hef lausn á þeim málum. Látum þessi taka við liðinu.

Það er Jón Andri Finnsson sem símar úr sláturhúsi í Suisse.