Saturday, January 12, 2013

Sovjet - Ísland



















Jeg hjelt borubrattur til vallar í dag.
Ætlun mín var að dreypa á gammeldansk og vodka meðan íslenska liðið myndi
taka Sovjetmenn í Katyn skóg handboltans, en endastöðin var víst Stalingrad.

Rjett er nú að rifja upp orð herbergisfjelaga mins Holgers Nielsen í íþróttaakademíu Cristians X danakonungs.

Þegar maður ætlar sjer að vinna handboltaleik þarf maður eftirfarandi
1 stk feitabollu í markið
1 stk feitabollu á línuna
2 stk dverga í hornin
1 stk slána í skyttu.
2 stk tudda til að hrinda.

Okkar lið hinsvegar taldi betra að setja húmmel klæddan nælonþráð í markið.
Feitabollur í sínhvort hornið og slánann á línuna.
Guðmundur þjálfari var svo hvergi sýnilegur og undrar það mig mjög.

Rússar höfðu son Gerard Depardieu í markinu og var ekki hægt að koma atómi framhjá þessu fyrirbæri.
Markvörður þessi var einhverskonar blendingur af birni og apaketti.

Eitthvað sá jeg í íslenskum blöðum að liðið hefði plan fyrir þetta mót, líkast til lágt plan af þessum
leik að dæma.

Næsti bardagi er gegn rauðnefjum frá Chile.
Sauðirnir frá Santiago geta reynst okkar mönnum hálir viðureignar og ekki skal vanmeta indjánann.



Nú læt jeg skeyti þessu lokið og ætla að finna mjer ópíumstofu til að slaka á það er
eftir lifir kvelds.

Það er Jón Andri Finnson sem ritar frá Madrid.

Friday, January 11, 2013

Rússarnir koma!

Telegram from Madrid Spain.
Jeg hefi komið mjer fyrir á hotel Convencion hjer í Madrid.
Hjeðan jeg mun rita handboltafrjettir mínar ef bakkus leyfir.
Einkennilega þykir mjer öryggi farþega hjá Icelandair vera orðið undarlegt.
Er maður nú tjóðraður frá flugtaki til lendingar.
Hefi jeg eytt part úr degi að hreinsa föt mín af límbandi því er mjer var vafið inn með.

Af mjer er það að frjetta að jeg hefi dvalið á heilsubar suður í Grikklandi undanfarið ár þar sem jeg hefi verið í svokallaðri Ouzo meðferð sem á að draga úr áfengislaungun minni.
Meira mun jeg rita um lífsglímu mína síðar.

Jeg byrjaði daginn á að líta á leikvanginn hvar ruddar okkar munu berja á mótherjum sínum næstu daga.
Missti jeg nánast andlitið er jeg gjekk inn í frjettamannabásinn og sá þar konu eina sitja við skriptir.
Hló jeg næst dátt og spurði hvort frjettamenn hjer væru farnir að ráða sjer einkarita til skriptanna.
Sagði hún svo eigi vera heldur væri hún sjálf starfandi frjettakona.
Missti jeg þá lyst á þeim miniature sem jeg hjelt á.

Sagði jeg henni næst að það færi betur með fingur hennar að stunda útsaum í öruggu hjónabandi en að skemma þá með því að reyna að skrifa um jafn flókna íþrótt og handboltann.

Minnispunktur:  Verð að fletta upp orðinu feministi , líklegast afsprengi af orðinu kommúnisti eður falangisti.

Fyrstu fangbrögð okkar verða gegn Sovétríkjunum
Rússa munu okkar menn fyrst byrja á að kyrkja og berja.
En hjer má sjá mynd af klassískum Rússa.











Rússi þessi er þjettholda og þrútinn af vodka drykkju likt og svo margir landa hans.
Margir halda að mynd þessi sje af Agli Helgasyni en er það rangsýni því Egill er eingaungu með matarfitu.

Rússar eru af austur slavnesku bergi brotnir og haldnir þrælslund eins og svo margur slavinn.
Hann kýs sjer einræði, fáfræði og fálæti.

Rússar eru mestanpart gungur af svo miklum meiði að fyrsti geimfari rússa var tíkin Laika.
Svo ekki hefi jeg miklar áhyggjur af að íslensku sauðnautin eigi í miklum vandræðum með að hnoða þessari vodkalegnu fyrirstöðu úr vegi.

Hefi jeg eigi fundið Guðmund þjálfara liðsins til að fá liðskipan okkar manna en geri jeg ekki ráð fyrir breytingum þar á bæ þar sem hann leikur yfirleitt með sama mannskapinn og heimspekinginn Stefán Ólafsson sem fyrirliða.

Auglýsingar





















Til að tryggja mjer drykkju aurinn hefi jeg tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á auglýsingar í pistlum mínum.  Heyrast nú húrra hróp úr frjálshyggjuhorninu en kommúnista kvein úr kviði kirkjunnar manna.


















Það er Jón Andri Finnson er ritar frá Madrid , Spain.